spot_img
HomeFréttirDanir lagðir í tvígang í Kisakallio

Danir lagðir í tvígang í Kisakallio

Undir 15 ára lið Íslands leika þessa dagana á opnu Norðurlandamóti í Kisakallio í Finnlandi.

Bæði unnu liðin leik sína gegn Danmörku í dag. Hafa drengirnir því unnið tvo leiki og tapað einum á meðan stúlkurnar hafa unnið alla þrjá leiki sína.

Drengirnir lögðu Danmörku nokkuð örugglega í dag, 95-76. Stigahæstir fyrir Ísland í leiknum voru Sindri Logason með 14 stig og Árni Atlason, Jón Sigurðarson og Atli Haraldsson með 11 stig hvor.

Tölfræði leiks

Sigur stúlknanna var að sama skapi nokkuð öruggur, 76-44. Stigahæstar fyrir Ísland í leiknum voru Eva Óladóttir með 18 stig og Berglind Hlynsdóttir og Oddný Einarsdóttir með 12 stig hvor.

Tölfræði leiks

Á morgun föstudag munu liðin leika lokaleiki sína á mótinu, en þá mæta drengirnir liði Þýskalands og stúlkurnar leika gegn Finnlandi.

Valdís, Dagbjört og Oddný eftir leik dagsins
Fréttir
- Auglýsing -