spot_img
HomeFréttirDanir gera tilraunir með fjögurra manna dómarakerfi

Danir gera tilraunir með fjögurra manna dómarakerfi

Heimasíða danska körfuknattleikssambandsins segir á heimasíðu sinni frá því að FIBA hafi fengið þá til að prófa nýtt dómarakerfi. Fréttin hljóðar svo í íslenskri þýðingu.
 
 
FIBA Europe hefur fengið danska körfuknattleikssambandið til að prófa nýtt fjögurra manna dómarakerfi. Danska dómaranefndin hefur samþykkt að prófa kerfið, ekki síst vegna aukinnar pressu á dómara.
 
Þetta þýðir að úrslitaleikirnir í dönsku 1. deildinni verða dæmdir af 4 dómurum. Richard Stokes, yfirmaður dómaramála hjá FIBA Europe sagði: „Ég er ánægður að Rasmus Winkel (framkvæmdastjóri danska sambandsins) og danska sambandið leyfa okkur að prófa þetta nýja dómarakerfi, ég hlakka til að fá viðbrögð frá Rune Larsen FIBA instructor.“
 
FIBA instructorinn Rune Larsen mun gefa skýrslu til FIBA með niðurstöðunum. Dómarar í leik 1 í úrslitunum milli Stvensgade og Lemvig eru Thorbjørn Millin, Thomas Frydendal, Filip Szczesny og Carsten Kristensen.
 
Karfan.is hafði samband við Rúnar Birgi Gíslason formann dómaranefndar KKÍ vegna þessara frétta og sagði Rúnar að að yrði áhugavert að fylgjast með þessu. „Eins og umræðan hefur verið t.d. með olnbogaskot þá segir það sig sjálft að með fleiri dómurum þá aukast líkurnar á að sjá slík atvik í leik. Ég held líka að ef þetta kerfi verður tekið upp muni það fjölga dómurum á Íslandi og vera stór þáttur í því markmiði að allir leikir verði dæmdir af réttinda dómurum,“ sagði Rúnar.
  
Fréttir
- Auglýsing -