spot_img

Danielle til KR

Danielle Rodriquez mun leika áfram á Íslandi á næstu leiktíð þrátt fyrir að Stjarnan hafi dregið lið sitt úr keppni. Fyrr í dag var tilkynnt að Dani hefði samið við lið KR í Dominos deild kvenna.

Danielle hefur spilað með Stjörnunni síðustu þrjú tímabil en hún fór í bikarúrslit á síðasta tímabili auk þess að fara í úrslitakeppni. Á síðasta tímabili skoraði hún 25,5 stig í leik, tók 10,9 fráköst og gaf 8,6 stoðsendingar.

Í tilkynningu KR segir Dani um komuna til félagsins: „Þar sem Stjarnan dróg kvennaliðið úr deildinni ákvað ég að spila með KR á næsta tímabili eftir að félagið sýndi mér áhuga. Ég er virkilega spennt að spila mitt fjórða tímabil á Íslandi með KR. Ég hef verið í kringum leikmannahópinn áður, Benna þjálfara og fólkið í starfinu hjá KR og veit að mér á eftir að líða eins og heima hjá mér. ÁFRAM KR”, sagði Dani í stuttu spjalli við heimasíðuna.“

Danielle hefur verið meðal bestu leikmanna efstu deildar kvenna síðustu ár og er gríðarlegur hvalreki fyrir KR. Auk þess hefur KR fengið landsliðskonurnar Hildi Björg Kjartansdóttur og Sóllilju Bjarnadóttir í sumar og er því til alls líklegt á næstu leiktíð.

Fréttir
- Auglýsing -