spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaDanielle Rodriguez til Grindavíkur "Frábærar fréttir fyrir körfuboltann"

Danielle Rodriguez til Grindavíkur “Frábærar fréttir fyrir körfuboltann”

Subway deildar lið kvenna í Grindavík hefur samið við hina bandarísku Danielle Rodriguez um að leika með liðinu á komandi tímabili. Danielle kom upphaflega til Íslands fyrir tímabil 2016 og lék með Stjörnunni til 2019. Þá skipti hún yfir í KR þar sem hún var tímabilið 2019-20. Síðan þá hefur hún verið við þjálfun, nú síðast hjá háskólaliði San Diego í Bandaríkjunum.

Fréttatilkynning

Bandaríski leikmaðurinn og þjálfarinn Danielle Rodriguez hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Subwaydeild kvenna á næstu leiktíð. Danielle er bakvörður og þekkt nafn í íslenskum körfubolta. Hún lék með Stjörnunni frá 2016 til 2019 en skipti yfir í KR tímabilið 2019-2020.
Danielle hefur starfað sem þjálfari undanfarin ár og hefur verið aðstoðarþjálfari hjá San Diego í vetur. Hún var einnig aðstoðarþjálfari hjá báðum meistaraflokkum Stjörnunnar tímabilið 2020-2021.


Dani mun einnig taka að sér þjálfun hjá yngri flokkum félagsins á næstu leiktíð og eru miklar væntingar bundnar við komu Dani inn í þjálfun hjá félaginu.


„Þetta eru frábæra fréttir fyrir körfuboltann í Grindavík,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. „Dani er frábær leikmaður, þjálfari og persóna. Hún smellpassar inn þá uppbyggingu sem er að eiga sér stað með kvennakörfuboltann í Grindavík og við getum ekki beðið eftir að hefja samstarfið. Ég er gríðarlega stoltur af því að bjóða Dani velkomna til félagsins.“
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur býður Danielle Rodriguez velkomna til félagsins!

Fréttir
- Auglýsing -