spot_img
HomeFréttirDanielle leikur sem íslenskur leikmaður

Danielle leikur sem íslenskur leikmaður

Danielle Rodriguez leikmaður Grindavíkur fékk á dögunum íslenskan ríkisborgararétt, en hún hefur leikið og þjálfað á Íslandi síðustu ár. Var hún ein af 20 sem öðluðust ríkisborgararéttinn í frumvarpi allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sem samþykkt var nú fyrir jólin.

Danielle kemur upphaflega frá Bandaríkjunum, en samkvæmt heimildum Körfunnar mun hún hér eftir leika sem íslenskur leikmaður í deildinni ásamt því að vera gjaldgeng með íslenska landsliðinu.

Einhverjar vangaveltu voru uppi um hvenær ríkisfang hennar tæki gildi í deildinni, en samkvæmt reglum sambandsins er það venjulega ekki fyrr en tímabilið eftir sem nýtt ríkisfang tekur gildi fyrir leikmann. Þessa 15. grein hefur stjórn sambandsins þó sagt að eigi ekki við um Danielle og mun hún því verða um leið gjaldgeng sem íslenskur leikmaður í deildinni.

Danielle er 30 ára gömul og hefur um árabil leikið og þjálfað á Íslandi, en hún kom fyrst hingað til liðs við Stjörnuna árið 2016. Ásamt Grindavík og Stjörnunni hefur hún einnig leikið fyrir KR. Þá hefur hún einnig verið þjálfari hjá þeim félögum sem um ræðir ásamt því að vera með yngri landslið Íslands.

Fréttir
- Auglýsing -