Keflvíkingar urðu í kvöld Icelandic Glacial meistarar 2025 eftir sigur gegn Grindavík í lokaleik.
Keflavík vann alla þrjá leiki sína á mótinu og var því ljóst að þeir hefðu tryggt sér titilinn eftir að þeir unnu sinn síðasta leik þar sem öll hin liðin, Grindavík, KR og Þór höfðu tapað einum eða fleiri.
Karfan spjallaði við nýjan þjálfara Keflavíkur Daníel Guðna Guðmundsson eftir leik um mótið og hvernig honum finnist liðið vera koma saman nú þegar aðeins tvær vikur eru í að Bónus deildin rúlli af stað.



