spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaDaníel með Þór Akureyri í Subway deildinni - Hlynur Freyr til aðstoðar

Daníel með Þór Akureyri í Subway deildinni – Hlynur Freyr til aðstoðar

Þór Akureyri hefur samið við Daníel Andra Halldórsson um að stýra kvennaliði félagsins í Subway-deildinni í körfubolta á komandi tímabili og Hlynur Freyr Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari.

Daníel Andri er fæddur 1996 og hefur náð góðum árangri með Þórsliðið. Daníel og stelpurnar enduðu í 5. sæti 1. deildar á fyrsta ári eftir að liðið var endurvakið og missti því af sæti í úrslitakeppninni. Á nýafstöðnu tímabili var liðið í toppbaráttunni og náði 2. sæti í deildinni, sigraði Snæfell í undanúrslitum en tapaði á móti Stjörnunni í oddaleik í úrslitaeinvíginu.

Þrátt fyrir það tryggði Þórsliðið sér sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð því samþykkt var á þingi KKÍ í þann mund sem úrslitakeppni 1. deildar hófst í lok mars að fjölga liðum í úrvalsdeildinni þannig að tvö lið fóru upp í vor í stað eins liðs áður.

Fréttir
- Auglýsing -