spot_img
HomeFréttirDaníel Guðni tekur við Bikarmeisturum Grindavíkur

Daníel Guðni tekur við Bikarmeisturum Grindavíkur

Bikarmeistarar Grindavíkur hafa fengið nýjan stjóra við stýrið en sá heitir Daníel Guðni Guðmundsson og heldur hann því inn í sitt fyrsta úrvalsdeildarár sem aðalþjálfari. Daníel eins og kunnugt er spilar einnig með meistaraflokki karla í Röstinni og eins og kappinn komst að orði við Karfan.is: „Ætli ég verði ekki bara með góða skrifstofu uppi í íþróttahúsi.“

Daníel hefur aðallega þjálfað á stigum yngri flokka, bæði hjá Njarðvík og Grindavík en fetar nú sín fyrstu spor í úrvalsdeild. Ferskir vindar í þjálfararáðningum hjá Grindvíkingum þetta sumarið því Jóhann Þór Ólafsson fyrrum aðstoðarþjálfari Sverris Þórs Sverrissonar er tekinn við karlaliðinu, bæði gulu og glöðu liðin fá því stjóra sem eru á fyrsta ári sem aðalþjálfarar í úrvalsdeild. 

Daníel sagði í samtali við Karfan.is að leikmannamál væru í vinnslu en eins og flestum er kunnugt verða Grindvíkingar fyrir búsifjum þar sem miðherjinn María Ben Erlingsdóttir gengur með barn undir belti og allar líkur á því að hún verði ekkert með næsta tímabil. Tíðinda sé þó að vænta á næstunni úr Röstinni af leikmannamálum. 

Fréttir
- Auglýsing -