spot_img
HomeFréttirDaníel frá næstu vikurnar

Daníel frá næstu vikurnar

Daníel Guðni Guðmundsson verður ekki með Grindvíkingum næstu vikurnar en kappinn handarbrotnaði á dögunum á æfingu með liðinu. Í eldsnöggu samtali Karfan.is við Daníel vonaðist hann sjálfur til þess að þetta yrði ekki meira en sex vikna fjarvera eða svo.
 
 
Það er því ljóst að Daníel verður ekki meira með Grindavík fyrir jól en það hefur verið hans hlutskipti sem og Jóns Axels Guðmundssonar að koma upp með boltann fyrir Grindvíkinga.
  
Fréttir
- Auglýsing -