spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaDaníel Ágúst á leiðinni í háskólaboltann

Daníel Ágúst á leiðinni í háskólaboltann

Leikmaður Fjölnis Daníel Ágúst Halldórsson er á leiðinni vestur um haf til Southeastern Oklahoma State í bandaríska háskólaboltann fyrir komandi leiktíð. Staðfestir Soccer and education þetta á samfélagsmiðlum fyrr í kvöld.

Daníel Ágúst var valinn besti ungi leikmaður fyrstu deildarinnar árið 2022, en síðan þá hefur hann ásamt Fjölni í fyrstu deildinni leikið fyrir Þór og Hauka í efstu deild. Þá hefur hann einnig verið burðarrás í öllum yngri landsliðum Íslands á síðustu árum.

Southeastern Oklahoma State skólinn er staðsettur í borginni Durant í Oklahoma ríki Bandaríkjanna og leikur liðið í American hluta 2. deildar bandaríska háskólaboltans.

Fréttir
- Auglýsing -