spot_img
HomeFréttirDaníel aftur til Grindavíkur

Daníel aftur til Grindavíkur

 

Daníel Guðni Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari bæði meistaraflokks kvenna og karla í Grindavík. Þá mun hann einnig koma að þjálfun yngri flokka hjá félaginu. Daníel sem er að upplagi Njarðvíkingur var látinn fara frá meistaraflokki karla þar eftir síðasta tímabil þar sem hann skilaði liðinu aftur í úrslitakeppnina, en liðinu var sópað út 3-0 af Íslandsmeisturum KR.

 

Daníel er öllum hnútum kunnugur í Grindavík, en ásamt því að hafa spilað þar, þá þjálfaði hann einnig meistaraflokk kvenna félagsins við góðan árangur áður en hann fór aftur til Njarðvíkur fyrir tímabilið 2016-17.

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -