spot_img
HomeFréttirDani Koljanin til KR

Dani Koljanin til KR

KR hefur samið við Dani Koljanin fyrir komandi átök í úrvalsdeild karla. Dani er 25 ára, 202 cm króatískur framherji sem kemur til liðsins frá Traiskirchen í Austurríki, en ásamt því að hafa leikið þar hefur hann einnig verið á mála hjá liðum í Ungverjalandi og heimalandinu.

https://www.youtube.com/watch?v=zaiu7NmQrSc

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild KR gekk nýverið frá samningi við Króatan Dani Koljanin. Hann lék á síðasta tímabili í Austurríki í efstu deild með Traiskirchen Lion. Dani er 202cm framherji. KR býður Dani hjartanlega velkominn á Meistaravelli.

Fréttir
- Auglýsing -