spot_img
HomeFréttirDanero Thomas banabiti Blika

Danero Thomas banabiti Blika

Hamar og Breiðablik áttust við í æsispennandi leik í Hveragerði í kvöld. Þetta var svokallaður 4 stiga leikur en bæði lið eru í miklum séns á að ná í dýrmæta 5. sætið sem veitir þáttöku í úrslitakeppninni í 1. deild.
 
Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og voru bæði lið vel stillt inn. Það voru Blikar sem að leiddu eftir fyrsta leikhlutann 18-20. Í öðrum leikhluta var svo gífurlegt jafnræði með liðunum, og fór leikhlutinn 27-27 og því staðan í hálfleik 45-47 fyrir drengjunum úr Kópavogi.
 
Þriðji leikhlutinn sem svo oft hefur farið illa í Hamarsmenn var þó heldur betur andstæðan. Siggi Haff opnaði leikhlutann með tveimur þriggja stiga körfum og sniðskoti og kom muninum í 53-47. Þá tóku Blikar leikhlé sem gagnaðist þó ekkert og skotsýning fór í gang hjá Hamarsmönnum sem komust mest 17 stigum yfir 70-53. Það er þó aldrei hægt að telja sig vera með unninn leik í körfubolta, og það sönnuðu Blikar með því að koma sér hægt og rólega nær og nær Hamarsmönnum. Þegar fjórar mínútur voru eftir af fjórða leikhluta stálu Blikar boltanum og Jerry Hollis hamraði boltanum ofan í 91-86, Hamarmenn töpuðu svo aftur boltanum og Blikar settu þrist 91-89. Snorrri setti svo tvö niður hinumegin en Oddur svaraði á línunni 93-91 og 1:10 eftir.

Blikar stálu síðan enn og aftur boltanum og því búnir að jafna leikinn í 93-93. Kjörísprinsinn Bjarni Rúnar var þó sterkur undir körfunni hinum megin og uppskar tvö víta skot með 22 sekúndur eftir, bæði fóru þau niður og því þurftu Blikar nauðsynlega körfu. Hún kom þegar að Jerry blakaði boltanum ofaní eftir að Oddur hafði klikkað og því stefndi allt í framlenginu en 7 sek voru eftir. En maður leiksins Danero Thomas var á öðru máli og smellti hann niður risa þrist og skildi eftir 3 sekúndur fyrir Blika sem voru búnir með leikhléin sín og skot þeirra frá miðju geigaði og gengu því Hamarsmenn með glott af vellinum á meðan Blikar þurftu að bíta í það súra epli að tapa.

 
 
Umfjöllun – Ívar Örn Guðjónnson
  
Fréttir
- Auglýsing -