spot_img
HomeFréttirDanero áfram í Breiðholtinu á næsta tímabili

Danero áfram í Breiðholtinu á næsta tímabili

 

ÍR hefur gengið frá samningi við Danero Thomas fyrir næsta tímabil. Danero, sem kom um mitt tímabil frá Þór Akureyri, skoraði 15 stig, tók 7 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 3 boltum að meðaltali í þeim 11 leikjum sem hann spilaði fyrir ÍR.

 

Einnig gengu breiðhyltingar frá samningum við yngri og efnilegri leikmenn fyrir næsta tímabil, en þeir Hákon Örn, Sigurkarl Róbert og Sæþór Elmar munu allir klæðast hvítu og bláu á næsta tímabili.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -