Damon Johnson fyrrum leikmaður Keflavíkur og svo síðar ÍA kom til landsins á fimmtudag til þess eins að spila með B liðinu í bikarkeppninni gegn ÍG í kvöld. Damon sýndi að hann hefur litlu gleymt í boltanum og “strokan” var á sínum stað. Kallinn hefur kannski bæt eilítið á sig af auka kílóum og það er kannski ekki nema von þar sem Damon býr djúpt í Suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem þeir djúpsteikja meira segja ísinn sinn.
Damon segir í viðtali hér að neðan að það þyrfti að ræða það ef stjórnin kæmi að honum og bæði hann að spila með aðalliði Keflavíkur á tímabilinu.



