Damon Johnson mun lenda í Keflavík á fimmtudagsmorgun og leika með Keflvíkingum í bikarkeppninni. Damon mun koma til með að leika með B-liði Keflavíkur gegn ÍG í næstu umferð bikarsins en þetta staðfesti Gunnar Einarsson leikmaður Keflavík-B. ”Hann er ekkert í neinu körfubolta formi þannig séð skilst mér. En hann kann þetta alveg ennþá og hjálpar okkur aðeins.”
Damon var hér síðast fyrir 10 árum síðan eða árið 2003. Damon hlaut íslenskan ríkisborgararétt og hélt á vit ævintýranna og spila lengi vel á spáni við góðan orðstýr. Damon spilaði einnig nokkra leiki með íslenska landsliðinu á smáþjóðaleikum hér um árið.
“Þetta er nú kannski meira til gamans gert að fá hann og það verður gaman að hitta gamlan góðan félaga.” sagði Gunnar.



