spot_img
HomeFréttirDamon Johnson skiptir um lið

Damon Johnson skiptir um lið

21:00

{mosimage}

Körfuboltamaðurinn Damon Johnson hefur skipt um lið í spænsku B-deildinni eftir að hann fór í verkfall hjá Huelva, gamla liði sínu.

Liðið skuldaði honum og öðrum leikmönnum laun og ákvað Damon að hann myndi ekki spila með liðinu þar til hann fengi borgað. Það var síðan niðurstaðan að hann færi frá liðinu.

Nýja liðið heitir Alerta Cantabria og er í þrettánda sæti deildarinnar. Huelva er í því fimmta. Damon er þegar gjaldgengur með nýja liðinu og gæti spilað með því um helgina.

Með Huelva leikur annar Íslendingur, Pavel Ermolinskij.

www.visir.is

Mynd: Morgunblaðið – Brynjar Gauti Sveinsson

Fréttir
- Auglýsing -