Damon Bailey fyrrum leikmaður Hamar/Selfoss og UMFG mun leika með nýliðum Þórs frá Þorlákshöfn á næstu leiktíð í Iceland Express deildinni. Damon spilaði við góðan orðstýr hjá Hamar/Selfoss og hafði spilað glimmrandi vel fyrir Grindvíkinga síðasta tímabil áður en hann var látin taka poka sinn af sökum taktískra ástæðna þar sem að Grindvíkingum sár vantaði bakvörð. Damon skoraði í þeim 3 leikjum sem hann spilaði með UMFG um 25 stig á leik og var að hrifsa um 10 fráköst. Eftir brottvikningu frá Grindavík fór hann til Englands og spilaði með Chester Jets þar sem hann skoraði um 11 stig á leik. Vissulega vænn biti fyrir nýliðana í komandi baráttu.