spot_img
HomeFréttirDamier Pitts til Hauka

Damier Pitts til Hauka

Haukar hafa samið við Damier Pitts um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway deild karla. Staðfestir þjálfari Hauka Máté Dalmay þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag.

Damier kemur í stað Jalen Moore, en félagið sagði upp samning við hann á dögunum.

Damier Pitts ættu aðdáendur íslensks körfubolta að þekkja, en hann var leikmaður KFÍ tímabilið 2012-13 og þá var hann með Grindavík á síðasta tímabili, 2022-23. Þá skilaði hann 22 stigum, 5 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -