Dallas Mavericks unnu frækinn sigur á LeBron James og félögum Cleveland Cavaliers þrátt fyrir að leika án Dirk Nowitzki sem meiddist á dögunum (sjá myndband). Þá unnu LA Lakers Detroit Pistons þrátt fyrir að hafa ekki komist til Detroit fyrr en um miðja nótt fyrir leikinn, Memphis vann óvæntan sigur á Denver og Boston áttu ekki í miklum vandræðum með Minnesota.
Úrslit næturinnar/Tölfræði:
Toronto 98 New Orleans 92
Memphis 102 Denver 96
Boston 122 Minnesota 104
Detroit 81 LA Lakers 93
Miami 95 Portland 102
Dallas 102 Cleveland 95
New York 98 Charlotte 94