spot_img
HomeFréttirDallas stöðvaði Miami: Dunleavy hetja Pacers

Dallas stöðvaði Miami: Dunleavy hetja Pacers

 
Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og sáu Miami Heat stöðvunarskyldu er Dallas batt enda á 12 leikja sigurgöngu liðsins. Mike Dunleavy var svo hetja Indiana Pacers þegar hann blakaði boltanum í körfuna um leið og lokaflautan gall og tryggði Pacers þar með sigur á New Orleans Hornets.
Miami 96-98 Dallas
Jason Terry setti tvo stóra þrista á lokasprettinum sem kláruðu leikinn. Þjóðverjinn öflugi, Dirk Nowitzki, var samt stigahæstur hjá Dallas með 26 stig og 9 fráköst en Dwyane Wade var með 22 stig í liði Heat. LeBron James var ekki fjarri þrennunni með 19 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar.
 
Indiana Pacers 94-93 New Orleans
Mike Dunleavy var hetja Pacers í nótt með lokakörfu leiksins –sjá hér. Fyrir leikinn í nótt höfðu New Orleans tapað fimm leikjum í röð á útivelli og ósigurinn varð sá sjötti í röð í nótt. Einnig höfðu Hornets unnið fjóra síðustu leiki gegn Pacers og á því varð einnig breyting þökk sé Dunleavy. Danny Granger var svo stigahæstur hjá Pacers með 27 stig og Emeka Okafor gerði 19 stig og tók 15 fráköst hjá Hornets.
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Atlanta 91-81 Orlando (Hedo og Arenas nýju liðsmenn Orlando saman með 18 stig)
Cleveland 90-101 Utah
Washington 108-75 Charlotte
San Antonio 115-110 Phoenix
Portland 106-80 Milwaukee
Golden State 112-121 Houston
LA Clippers 113-90 Minnesota (Griffin með 16 tvennur í röð! Og vitaskuld nokkrar monster troðslur – Clippers búnir að vinna þrjá í röð).
 
Mynd/ Dunleavy kláraði Hornets í nótt
 
Fréttir
- Auglýsing -