spot_img
HomeFréttirDallas-Orlando í beinni á NBA TV í nótt

Dallas-Orlando í beinni á NBA TV í nótt

18:00
{mosimage}

Átta leikir fara fram í NBA deildinni í nótt og verður viðureign Dallas Mavericks og Orlando Magic sýnd í beinni útsendingu á NBA TV kl. 01:30 í nótt. Orlando Magic eru á toppi suðausturriðils á Austurströnd deildarinnar með 17 sigra og 8 tapleiki en Dallas er í 2. sæti suðvesturriðils Vesturstrandarinnar með 16 sigra og 9 tapleiki. 

Orlando tapaði síðasta leik en Dallas hefur unnið tvo síðustu leiki sína og freista þess að ná þriðja deildarsigrinum í röð í nótt. Leikurinn fer fram í American Airlines Center í Dallas þar sem Magic hefur ekki tekist að ná í útisigur í meira en áratug. Orlando hefur þó aldrei byrjað leiktíð betur en í ár í sögu félagsins og hafa unnið 12 af 15 útileikjum sínum í ár.  

Leikir næturinnar: 

Atlanta Hawks – Utah Jazz

Cleveland Cavaliers – Milwaukee Bucks

New York Knicks – Indiana Pacers

Miami Heat – Minnesota Timberwolves

Memphis Grizzlies – Golden State Warriors

Dallas Mavericks – Orlando Magic

San Antonio Spurs – Phoenix Suns

Portland Trailblazers – New Orleans Hornets

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -