spot_img
HomeFréttirDallas með 3-1 forystu eftir framlengdan spennuleik

Dallas með 3-1 forystu eftir framlengdan spennuleik

 
Dallas Mavericks hafa tekið 3-1 forystu gegn Oklahoma City Thunder í úrslitum vesturstrandarinnar og dugir aðeins einn sigur til viðbótar til þess að verða vesturstrandarmeistari og leika til úrslita um NBA titilinn. Liðin mættust í fjórða leiknum á heimavelli Oklahoma þar sem lokatölur voru 105-112 Dallas í vil.
Framlengja varð leikinn í stöðunni 101-101 eftir að Shawn Marion blokkaði lokaskot frá Kevin Durant utan við þriggja stiga línuna. Dallas hafði svo betur í framlengingunni og lokatölur 105-112 en á stórum kafla í síðari hálfleik benti vel flest til þess að Oklahoma færi með sigur af hólmi.
 
Dirk Nowitzki var sjóðheitur í liði Dallas með 40 stig í leiknum og 5 fráköst og Jason Terry kom með 20 stig af bekknum. Kevin Durant gerði 29 stig og tók 15 fráköst í liði Oklahoma og Russell Westbrook bætti við 19 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðsendingum.
 
Næsti leikur liðanna er á heimavelli Dallas þar sem Dirk og félagar geta með sigri tryggt sér vesturstrandartitilinn.

Hér má nálgast myndir úr leiknum í nótt

 
Mynd/ Dirk setti 40 kvikyndi á OKC í nótt.
 
Fréttir
- Auglýsing -