spot_img
HomeFréttirDallas komnir í úrslit: Skelltu Oklahoma 4-1

Dallas komnir í úrslit: Skelltu Oklahoma 4-1

 
Dallas Mavericks eru komnir í úrslit NBA deildarinnar eftir 4-1 sigur á Oklahoma City Thunder á vesturströnd NBA deildarinnar. Liðin mættust í sínum fimmta leik í nótt þar sem Dallas hafði betur, 100-96. Þetta er aðeins í annað sinn sem Dallas kemst í úrslit NBA deildarinnar.
Þegar 1.15mín. voru til leiksloka leiddi Oklahoma 92-94 en þá mætti Nowitzki með risavaxinn þrist og kom Dallas í 95-94. Dallas kláraði svo leikinn á vítalínunni, 100-96, og hver annar en Nowitzki var þar að verki.
 
Dirk Nowitzki og Shawn Marion voru báðir með 26 stig í liði Dallas í nótt en hjá Oklahoma var Russell Westbrook með 31 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og Kevin Durant bætti við 23 stigum og 9 fráköstum.
 
 
Mynd/ Mark Cuban eigandi Dallas-liðsins tekur við vesturstrandartitlinum.
 
Fréttir
- Auglýsing -