spot_img
HomeFréttirDallas 11-1 á útivelli: Clippers lönduðu naumum sigri

Dallas 11-1 á útivelli: Clippers lönduðu naumum sigri

 
Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Dallas og LA Clippers unnu góða sigra á útivelli. Mikil spenna var í leik Clippers og Sacramento en heimamenn í Sacramento fengu þrjú vítaskot þegar minna en tvær sekúndur voru til leiksloka, tvö rötuðu rétta leið en það síðasta geigaði og Clippers fögnuðu því sigri 100-99.
Blake Griffin landaði nítjándu tvennunni sinni í röð er hann skoraði 24 stig og tók 14 fráköst hjá Clippers en stigahæstur í sigurliði gestanna var Eric Gordon með 31 stig. Tyreke Evans var stigahæstur hjá Sacramento með 32 stig.
 
Önnur úrslit næturinnar.
 
Oklahoma 93-103 Dallas (Mavs eru 11-1 á útivelli)
Charlotte 105-100 Detroit
New Jersey 88-104 Orlando
Memphis 96-85 Toronto
Milwaukee 80-95 Atlanta
Minnesota 113-98 New Orleans
Houston 100-93 Washington
Utah 91-96 Portland
Golden State 110-95 Philadelphia
 
Mynd/ Blake Griffin er kominn með 19 tvennur í röð.
 
Fréttir
- Auglýsing -