Philadelphia og Sacramento skiptu á leikmönnum í vikunni en Philadelphia sendi Samuel Dalembert á vesturströndina og fengu í staðinn Andres Nocioni og Spencer Hawes.
Dalembert sem er miðherji upp á 2.11 metra er frá Haítí . Hann var óánægður með hlutverk sitt og bað um skipti frá félaginu. Hann var með 8.1 stig og 8.3 fráköst á ferli sínum þau átta tímabil sem hann lék með Philadelphia.
Argentínski landsliðsmaðurinn Nocioni var með 8.5 stig fyrir Sacramento á tímabilinu. Hann fékk leikbann fyrr í vetur þegar hann dæmdur fyrir að aka undir áhrifum áfengis.
Hawes sem er stór miðherji var með 10 stig og 6.1 fráköst að meðaltali á síðustu leiktíð. Sacramento notaði fyrsta valrétt sinn árið 2007 til þess að velja Hawes.
Hawes og Nocioni verða hluti af nýju liði Philadelphia en þeir eiga annan valrétt í nýliðavalinu í næstu viku.



