Ferðin til Södertaalje gekk vel hjá íslensku liðunum fimm sem eru að fara á keppa á Scania. Einn pabbi leikmanns flaug Flugleiðavélinni og einhverra hluta vegna var flogið nálægt gosinu á Fimmvörðuhálsi. Það sem sást af gosinu úr vélinni verður ógleymanlegt hjá þeim körfuknattleiksmönnum sem náðu að kíkja út um gluggann á réttum tíma.
Hjalti Fjölnisþjálfari er með stóran hóp af 1997 leikmönnum með sér og lék hluti liðsins æfingaleik við hálfgert b-lið SBBK og höfðu Fjölnismenn betur í leiknum. Hjalti var ánægður með liðið.
Fjögur íslensk lið sváfu fystu nóttina á parketinu í Taaljehallen ásamt tveimur dönskum liðum. Áður en salnum var breytt í risafarfuglaheimili þá fór fram leikur á milli heimastúlkna í Telge og hins ágæta liðs Luleaa. Þetta var oddaleikur í úrslitakeppni og hann var góð skemmtun og ágætis kennslustund í því hvernig Svíar leika sinn körfuknattleik. Það vakti athygli að liðin voru með enga útlendinga og kom það ekki niður á gæðum leiksins. Um 500 áhorfendur voru á leiknum, umgjörð hans var einföld og flott og leikurinn endaði með sigri hins unga Telge liðs sem er að mestu skipað leikmönnum fæddum 1992 til 1993.
1997 strákarnir í Fjölni hefja leik á fimmtudag kl. og leika við finnska liðið Topo.
Næst leika 1996 strákarnir í KR kl. 16:10 og leika við Topo.
Kl. 17:20 leika 1996 strákarnir í Haukum leika við finnska liðið LrNMKY.
Klukkan 19 leika strákarnir hans Einars Árna í 1994 liði UMFN við sænska liðið Höken.
Klukkan 20:40 leika 1995 strákarnir í KR við Topo.



