spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaDagur Kár semur við Oursense á Spáni "Verður góð áskorun fyrir mig"

Dagur Kár semur við Oursense á Spáni “Verður góð áskorun fyrir mig”

Bakvörðurinn Dagur Kár Jónsson hefur samið við Ourense Balonceste í Leb Plata deildinni á Spáni. Staðfestir leikmaðurinn þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag.

Dagur Kár fer til liðsins frá Grindavík í úrvalsdeildinni, en í 20 leikjum skilaði hann 17 stigum, 3 fráköstum og 7 stoðsendingum að meðaltali á síðustu leiktíð.

Dagur hefur leikið með Grindavík síðan árið 2019, en þá kom hann í úrvalsdeildina aftur frá Raiffeisen Flyers Wels í Austurríki.

Oursense leika í Leb Plata deildinni á Spáni, sem er þriðja deildin, fyrir neðan ACB og Leb Oro, en liðið féll niður á síðasta tímabili. Samkvæmt Degi er klúbburinn mjög metnaðarfullur og er stefnan sett beint aftur upp um deild. Enn frekar segir hann:

“Ég er mjög spenntur fyrir þessu tækifæri og þetta verður góð áskorun fyrir mig. Er mjög þakklátur fyrir viðbrögð Grindvíkinga við þessari ákvörðun og einnig hversu vel mér hefur verið tekið þar síðustu ár”

Fréttir
- Auglýsing -