spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaDagur Kár og Björgvin Hafþór áfram með Grindavík

Dagur Kár og Björgvin Hafþór áfram með Grindavík

Dagur Kár Jónsson og Björgvin Hafþór Ríkharðsson hafa framlengt samninga sína við Grindavík og munu leika áfram með félaginu á næstu leiktíð.

Dagur hefur leikið með Grindavík síðan 2016, utan tímabilið 2018-2019 þar sem hann lék með Flyers Wels í Austurríki. Á síðasta tímabili var hann stiga- og stoðsendingahæstur Grindvíkinga með 16,9 stig og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í 20 leikjum.

Björgvin Hafþór var með 7,1 stig og 5,8 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Hann kemur upprunalega frá Skallagrím en hefur leikið með Grindavík síðustu tvö ár. Á ferlinum hefur hann einnig leikið með Fjölnir, ÍR og Tindastól.

Fréttir
- Auglýsing -