spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaDagur Kár með 16 stig gegn Bayern Munchen

Dagur Kár með 16 stig gegn Bayern Munchen

Um alla evrópu keppast lið nú við að leika æfingaleiki til að undirbúa sig undir komandi leiktíð. Íslensku atvinnumennirnir í evrópu leika því æfingaleiki þessa dagana og er spennandi að sjá hvernig leikmenn eru að plumma sig í deildinni.

Dagur Kár Jónsson er þessa dagana í eldlínunni hjá Flyers Wels og hefur verið í byrjunarliði liðsins alla æfingaleikina. Í dag tók liðið á móti B-liði stórliðs Bayern Munich.

Dagur Kár lék rúmar 23 mínútur og var með 16 stig, 2 stoðsendingar og 2 fráköst. Þá hitti leikstjórnandinn gríðarlega vel úr skotum sínum. Wels vann leikinn 79-70.

Fréttir
- Auglýsing -