Dagur Kár Jónsson var ómyrkur í máli eftir leik þegar hann var inntur eftir því hversu sárt hefði verið að tapa gegn Keflavík í kvöld. “Persónulega fannst mér við vera betri hér í kvöld. Að öllu jöfnu hefðum við átt að klára þetta í venjulegum leiktíma en Gummi setur þennan þrist þarna í andlitið á okkur þegar 15 sekúndur eru eftir og það var lélegt hjá okkur. Við vissum að þetta yrði hörku leikur, Keflvíkingar náttúrlega bara búnir að tapa einum leik á tímabilinu og það er alltaf erfitt að koma hingað og taka stig. En þetta var ágætis frammistaða hjá okkur og gott fyrir komandi leiki hjá okkur. Við erum að komast í gírinn.” sagði Dagur Kár eftir leik.



