spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaDagur Kár drjúgur í öðrum sigri Oursense

Dagur Kár drjúgur í öðrum sigri Oursense

Dagur Kár Jónsson og Oursense lögðu Morón fyrr í dag í Leb Plata deildinni á Spáni, 58-65.

Eftir leikinn eru Oursense í 1.-4. sæti deildarinnar, taplausir eftir fyrstu tvo leikina líkt og Cantabria, Ponferrada og Enamora.

Á tæplega 24 mínútum spiluðum skilaði Dagur Kár 11 stigum, 5 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta.

Næsti leikur Dags og Oursense er þann 23. október gegn Navarra.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -