spot_img
HomeFréttirDagur 3: Þúsund vatna landið mætir eldi og ís

Dagur 3: Þúsund vatna landið mætir eldi og ís

Keppnisdagur þrjú er runninn upp á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Að þessu sinni leikur Ísland gegn þúsund vatna landinu Finnlandi. U16 ára lið drengja mætir fyrst til leiks kl. 13:00 er liðið mætir Finnum í Vasalund en Svíar eru tveimur tímum á undan Íslandi svo leikurinn hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma. Beina tölfræðilýsingu má nálgast á kki.is en við verðum með fyrstu tvo leikina í beinni textalýsingu og munum reyna slíkt hið saman í seinni tveimur leikjum dagsins en þeir fara fram í Solnahallen en þar hefur netsamband verið flöktandi og því miður ekki hægt að slá því föstu að þaðan komi bein textalýsing.
 
Leikir dagsins (Ísl. tími) – sænskur tími +2
 
U16 karla Ísland-Finnland 11:00
U16 kvenna Ísland-Finnland 13:00
U18 karla Ísland-Finnland 15:00
U18 kvenna Ísland-Finnland 17:00
 
 
Mynd/ Heiða
  
Fréttir
- Auglýsing -