Á morgun hefjast körfuboltabúðir Ágústar Björgvinssonar og er enn hægt að skrá sig í búðirnar á [email protected] Búðirnar hefjast á morgun, mánudaginn 31. maí, til fimmtudagsins 3. júní en búðirnar eru fyrir áhugasama körfuboltakrakka á aldrinum 12-18 ára.
16.00 til 17.00 Frjálst
Frjáls tími þar sem leikmenn geta hitt þjálfara og æft það sem þeir vilja. Skráning fyrsta dag.
17.00 Stöðvaþjálfun
Stöðvaþjálfunin er aðalþáttur æfingabúðanna. Leikmönnum er skipt upp í sjö hópa eftir aldri og kyni.
1. Snerpu og styrktarstöð
Á þessarri stöð munu leikmenn læra rétta líkamsbeitingu sem og æfingar til að ná enn betri árangri í körfubolta. Kjartan Orri Sigurðsson, snerpu og styrktarþjálfari knattspyrnufélagsins Vals mun sjá um stöðina.
2. Varnarleikur
Á þessari stöð verður Helena Sverrirsdóttir A-landsliðskona og leikmaður með háskólaliði TCU í Bandaríkjunum Hún mun fara í gegnum lykilatriðin að baki góðum varnarleik. Kristrún Sigurjónsdóttir, A-landsliðskona og leikmaður með mfl. Hamars og Pálína Gunnlaugsdóttir varnarmaður ársins ’05-‘08 munu kíkja í heimsókn og aðstoða við varnaræfingar.
3. Skotstöð
Á þessarri stöð er farið í gegnum skothreyfinguna frá grunni í bland við skotleiki. Sævaldur Bjarnason meistaraflokksþjálfari Breiðabliks og þjálfari yngriflokka mun sjá um stöðina en Sævaldur hefur komið að þjálfun búðanna undanfarin 8 ár. Bára Fanney Hálfdanardóttir yngriflokkaþjálfari Stjörnunnar mun einnig þjálfa á stöðinni.
4. Postup stöð
Á þessarri stöð er farið yfir hreyfingar með bakið í körfuna sem og í gegnum aðrar æfingar fyrir stóra leikmenn. Finnur Freyr Stefánsson yngriflokka þjálfari hjá KR mun stjórna stöðinni.
5. Sóknarleikur
Á þessarri stöð verður Snorri Örn Arnaldsson en hann er yfirþjálfari yngriflokka hjá Stjörnunni. Snorri mun fara yfir helstu atriði sóknarleiks á hálfum velli. Oddur Benediktsson aðstoðarþjálfari mfl. kvenna og yngriflokka þjálfari Hamars mun aðstoða Snorra Örn á stöðinni.
6. Sóknarleikur – pick & role
Á þessari stöð er farið yfir pick og role hreyfingar fyrir bakverði og framherja. Pavel Ermolinski A-landsliðsleikmaður og leikmaður mfl. KR mun stjórna stöðinni. Brynjar Þór Björnsson A-landsliðsleikmaður og leikmaður mfl. KR mun kíkja í heimsókn og aðstoða við stöðina.
7. Dripplstöð
Á þessarri stöð er æft knattrak með bæði einum bolta og tveimur boltum. Arnar Pétursson yngriflokka landsliðsmaður og leikmaður mfl Breiðabliks mun stjórna dripplæfingum. Sveinbjörn Claessen A-landsliðsleikmaður og leikmaður mfl. ÍR mun kíkja í heimsókn og aðstoða við dripplæfingar.
19.00-NBA mót
Hér er leikmönnum búðanna skipt upp í NBA West, NBA East og WNBA og síðan er spilað mót þá daga sem búðirnar munu standa yfir.
20.30-Fyrirlestur
Stuttur fyrirlestur og æfingunni er síðan slitið í framhaldi af honum.



