spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaDagný Lísa til Fjölnis

Dagný Lísa til Fjölnis

Miðherjinn Dagný Lísa Davíðsdóttir hefur samið við Fjölni og mun leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild kvenna. Kemur hún til liðsins frá Hamri, þar sem hún kláraði tímabilið eftir að hafa verið við háskólanám í Bandaríkjunum síðustu ár. Á síðasta tímabili sínu í Bandaríkjunum komst hún alla leið í Marsfárið með Wyoming Cowgirls, þar sem þær voru slegnar út í fyrstu umferð af UCLA Bruins.

Tilkynning:

Dagný Lísa Davíðsdóttir skrifaði í dag undir samning við körfuknattleiksdeild Fjölnis um að spila næstkomandi tímabil með okkur í efstu deild kvenna.
Dagný Lísa hefur seinustu ár spilað í Bandaríkjunum og náð eftirtektaverðum árangri þar.
Á seinasta ári spilaði Dagný fyrir háskóla liðið Wyoming og náði hún og sitt lið þeim stóra áfanga að komast inn í úrslitakeppni háskólaboltans eða March Madness með því að vinna MWC conference. Með Wyoming var Dagný með 9.0 stig og 5.4 fráköst á meðaltali.
Dagný kemur upprunalega frá Hveragerði og ólst þar upp spilandi fyrir Hamar. Þegar hún kom heim eftir að tímabil hennar lauk úti spilaði hún með sameiginlegu liði Hamar-Þór Þ, í þeim 6 leikjum sem hún spilaði þar skilaði hún 27 stigum og 14 fráköstum í leik.
Við bjóðum Dagný hjartanlega velkomna í Grafarvoginn

Fréttir
- Auglýsing -