spot_img
HomeFréttirDagný Lísa segir markmiðið að vinna titil á næsta ári "Spennt fyrir...

Dagný Lísa segir markmiðið að vinna titil á næsta ári “Spennt fyrir komandi tímum”

Miðherjinn Dagný Lísa Davíðsdóttir hefur samið við Fjölni og mun leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild kvenna. Kemur hún til liðsins frá Hamri, þar sem hún kláraði tímabilið eftir að hafa verið við háskólanám í Bandaríkjunum síðustu ár. Á síðasta tímabili sínu í Bandaríkjunum komst hún alla leið í Marsfárið með Wyoming Cowgirls, þar sem þær voru slegnar út í fyrstu umferð af UCLA Bruins.

Fjölnir Tv spjallaði við Dagný eftir að skrifað var undir fyrr í dag í Dalhúsum.

Mynd / Fjölnir fb

Fréttir
- Auglýsing -