spot_img
HomeFréttirDagný Lísa og Wyoming Cowgirls lokuðu árinu með sigri á Northern Colorado...

Dagný Lísa og Wyoming Cowgirls lokuðu árinu með sigri á Northern Colorado Bears

Dagný Lísa Davíðsdóttir og Wyoming Cowgirls unnu í kvöld nokkuð nauman sigur í framlengdum leik á Northern Colorado Bears í bandaríska háskólaboltanum, 53-50. Cowgirls eftir leikinn búnar að vinna þrjá leiki, en tapa tveimur það sem af er tímabili.

Dagný Lísa var í byrjunarliðinu í kvöld. Á 25 mínútum spiluðum skoraði hún tvö stig, tók fjögur fráköst, gaf eina stoðsendingu og stal einum bolta. Leikur kvöldsins sá síðasti sem Cowgirls leika á árinu, en næst munu þær mæta Fresno State Bulldogs þann 2. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -