spot_img
HomeFréttirDagný Lísa og Cowgirls töpuðu fyrir UNLV

Dagný Lísa og Cowgirls töpuðu fyrir UNLV

Dagný Lísa Davíðsdóttir og Wyoming Cowgirls töpuðu í kvöld fyrir UNLV Lady Rebels í bandaríska háskólaboltanum, 46-54. Það sem af er tímabili hafa Cowgirls því tapað tveimur leikjum og unnið einn.

Dagný Lísa var í byrjunarliði Cowgirls í kvöld. Á um 30 mínútum spiluðum skilaði hún 9 stigum, 3 fráköstum og vörðu skoti. Liðið mætir svo Lady Rebels í annað skiptið komandi mánudag 14. desember.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -