spot_img
HomeFréttirDagný Lísa frábær í sigri Wyoming á Air Force Falcons

Dagný Lísa frábær í sigri Wyoming á Air Force Falcons

Dagný Lísa Davíðsdóttir og Wyoming Cowgirls unnu í nótt lið Air Force Falcons í bandaríska háskólaboltanum, 46-59. Leikurinn sá annar sem liðin leika á síðustu dögum, en þann fyrri unnu Wyoming einnig síðasta laugardag, 55-49. Eftir 11 leiki spilaða í vetur hafa þær unnið sex og tapað fimm.

Dagný Lísa var bæði stiga og frákastahæst fyrir Wyoming í sigrinum. Á 29 mínútum spiluðum skilaði hún 16 stigum, 12 fráköstum og 2 vörðum skotum, en hún var með tæplega 70% skotnýtingu í leiknum. Næsti leikur Wyoming er gegn Nevada Wolf Pack þann 23. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -