spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2023Dagný Lísa atkvæðamest í fyrri leik Íslands á Scandic Cup

Dagný Lísa atkvæðamest í fyrri leik Íslands á Scandic Cup

Íslenska landsliðið mátti þola tap í fyrri leik sínum á Scandic Cup æfingamótinu í Tampere, Finnlandi, 89-67.

Æfingamótið er hluti af undirbúningi liðsins fyrir leiki í undankeppni Evrópumótsins sem fara fram nú í haust.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Dagný Lísa Davíðsdóttir með 13 stig, 8 fráköst og Helena Sverrisdóttir bætti við 12 stigum og 9 fráköstum.

Næsti leikur liðsins á mótinu er gegn Svíþjóð á morgun kl. 13:30 að íslenskum tíma.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -