spot_img
HomeFréttirDagbjört og Austin leikmenn ársins

Dagbjört og Austin leikmenn ársins

 

Lokaahóf körfuknattleiksdeildar Vals var haldið í gær. Í hófinu voru þeir leikmenn sem þóttu hafa staðið sig vel í vetur verðlaunaðir. Meistaraflokkur kvenna lenti í 5. sæti deildarkeppninnar og rétt missti þar af sæti í undanúrslitum á meðan að meistaraflokkur karla lenti í 3. sæti 1. deildarinnar, en vann sér svo sæti í Dominos deildinni komandi tímabili í gegnum spennandi úrslitakeppni þar sem að liðið þurfti í tvígang að fara í oddaleik til þess að komast áfram.

 

Leikmenn ársins voru þau Dagbjört Dögg Karlsdóttir og Austin Magnús Bracey, varnarmenn ársins þau Elfa Falsdóttir og Sigurður Dagur Sturluson og verðlaun fyrir mestu framfarir fengu þau Elín Sóley Hrafnkelsdóttir og Gunnar Andri Viðarsson. Einnig voru leikmenn heiðraðir fyrir fjölda leikja sem þeir höfðu náð fyrir félagið.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -