spot_img
HomeFréttirDagbjört frábær í sigri á Grikkjum

Dagbjört frábær í sigri á Grikkjum

Undir 20 ára lið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Prishtina í Kosóvó. Í dag vann liðið sinn fyrsta leik á mótinu þegar Ísland vann Grikkland.

Leikurinn var gríðarlega jafn framan af og litlu mátti muna milli liðanna. Allt fram að fjórða leikhluta þar sem Íslenska liðið setti í gírinn og skildi Grikkina eftir. Lokastaðan 67-55 frábær sigur Íslands á Grikklandi.

Dagbjört Dögg Karlsdóttir átti frábæran dag sem leiddi Ísland í öllum helstu tölfræðiþáttum og endaði með 21 stig, 9 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Þóranna Hodge-Carr var með 8 stig og 8 fráköst.

Ísland mætir Kósóvó á morgun kl 17 að íslenskum tíma í milliriðil þar sem keppt er um 9.-12. sæti.

Tölfræði leiksins

Upptaka frá leiknum

Fréttir
- Auglýsing -