spot_img
HomeFréttirDagbjört frábær í æfingasigri gegn Fjölni

Dagbjört frábær í æfingasigri gegn Fjölni

Mánudaginn 3. september síðastliðinn sigraði Dominos deildar lið Vals fyrstu deildar lið Fjölnis með 44 stigum, 54-98.

Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi, en Valur sigldi svo hægt, en bítandi frammúr undir lok fyrri hálfleiksins. Þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var munurinn 20 stig, 32-52. Í seinni hálfleiknum hélt Valur svo áfram að bæta við forystu sína og sigraði leikinn að lokum með 44 stigum, 54-98.

Atkvæðamest í liði Vals var Dagbjört Dögg Karlsdóttir sem spilaði allar 40 mínútur leiksins. Á þeim skilaði hún 32 stigum á um 71% skotnýtingu, við það bætti hún svo 4 fráköstum og 2 stolnum boltum. Fyrir Fjölni var það nýr leikmaður þeirra Sara Diljá Sigurðardóttir sem dróg vagninn með 15 stigum og 4 fráköstum á rúmlega 21 mínútu spilaðri.

Tölfræði leiksins er hægt að sjá hér

Fréttir
- Auglýsing -