spot_img
HomeFréttirDagbjört eftir tíunda sigur Vals í röð "Markmiðið að ná að landa...

Dagbjört eftir tíunda sigur Vals í röð “Markmiðið að ná að landa deildarmeistaratitlinum”

Valskonur unnu sinn tíunda leik í röð í kvöld er liðið skellti heimakonum í Grindavík 63-83. Eftir leikinn er Valur í 2. sæti deildarinnar með 32 stig á meðan að Grindavík er í 5. sætinu með 16 stig.

Tölfræði leiks

Dagbjört Dögg Karlsdóttir leikmaður Vals sagði sitt lið einfaldlega ekki hafa mætt tilbúið til leiks, en hún var ánægð með hversu vel liðið steig upp í síðari hálfleik:

„Við vorum ekki góðar í fyrri hálfleik og það var hreinlega eins og við værum varla mættar til leiks þá. Ég vil ekki meina að þetta hafi verið neitt vanmat hjá okkur en óneitanlega vorum við ansi lengi í gang. Við fórum vel yfir stöðuna í hálfleik og skoðuðum hvað þyrfti að bæta. Það skilaði sér því liðið fór einfaldlega að spila af krafti í síðari hálfleik – náðum miklu betra flæði í leik okkar og baráttan varð líka meiri; náðum flottum sigri þrátt fyrir frekar slakan fyrri hálfleik. Grindavíkurliðið barðist vel og það var erfitt að eiga við þær í fyrri hálfleik og framan af þriðja leikhluta, en þá fór þetta að smella vel saman hjá okkur. Nú er að koma landsleikjahlé og við ætlum okkur að nota þann tíma vel enda er markmiðið að ná að landa deildarmeistaratitlinum.“

Fréttir
- Auglýsing -