spot_img
HomeFréttirDætur Jordans í nýjum búningum

Dætur Jordans í nýjum búningum

Við sjáum ekki oft tíðindi af kvennaliði starfsmanna Landspítalans en hér koma þau engu að síður: 
Frá Dætrum Jordans á Landspítala: 
 
Í tilefni af því að körfuboltalið kvenna á Landspítala fékk sér nýja búninga haustið 2013  var ákveðið að smella af tímamótamynd.
 
Liðið sem kallar sig Dætur Jordans er gamalgróið og hafa sumar í því  æft vikulega frá upphafi eða frá 1990. Í liðinu eru 20 konur, úr ýmsum starfshópum og á öllum aldri.  Æfingar eru á föstudögum kl. 17:00 Íþróttahúsi Verslunarskólans og þjálfari er fyrrverandi landsliðskona í körfubolta, Gunnhildur Gunnarsdóttir. 
 
Á upphafsárum, þegar Dæturnar voru yngri, tók liðið þátt í ýmsum mótum þar sem áhugasamar konur öttu kappi. Í lok síðustu aldar, eða 1998, dreif liðið sig til Ísafjarðar og keppti við kvennalið sjúkrahússins þar en þá var þjálfarinn Lúðvík Jóelsson á svipunni. Nokkrar Akureyrarferðir eru í sögunni og þátttaka í firmakeppni. Því miður er enn ekki keppt í körfubolta á Norrænu sjúkrahúsleikunum sem haldnir eru á tveggja ára fresti en þar gætu Dætur Jordans sannarlega leikið listir sínar. Kvenkyns starfsmenn LSH sem eru í Starfsmannafélagi Landspítala eru boðnar velkomnar á æfingar og munið að aldurinn er engin afsökun.
 
Á þessum tímamótum, eftir 24 ára þrotlausar æfingar, viljum við þakka íþróttafélaginu sáluga á Landspítala og nú íþróttanefnd Starfsmannafélags Landspítala fyrir stuðninginn í tæpan aldarfjórðung.??Líklega eru gleðin, vináttan og félagsskapurinn okkar aðalsmerki. ??Hraust sál í hressum líkama.
 
Kveðja
?Dætur Jordans
 
Fréttir
- Auglýsing -