spot_img

Dæmt í máli Mirza

Mirza Sarajlija, leikmaður Hamars í 1. deild karla, hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna beinnar brottrekstrarvillu sem hann hlaut í leik Hamars og Ármanns 9. janúar síðastliðinn. Þetta var tilkynnt í kjölfar fundar aga- og úrskurðarnefndar KKÍ sem fram fór í gær, 18. janúar.

Mirza mun því missa af Suðurlandsslagnum þegar Hamarsmenn mæta Selfyssingum á útivelli mánudaginn 23. janúar.

Hamar situr sem stendur í öðru sæti 1. deildar með 12 sigra og 3 töp. Mirza hefur komið við sögu í 12 þessara leikja, og skilað í þeim tæpum 14 stigum að meðaltali, auk 5 frákasta og 5 stoðsendinga.

Fréttir
- Auglýsing -