spot_img
HomeFréttirDæmt í máli Lisandro Rasio

Dæmt í máli Lisandro Rasio

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í máli leikmanns Njarðvíkur í Subway deild karla Lisandro Rasio. Lisandro hafði fengið brottrekstur í sigri liðsins í þriðja leik gegn Tindastóli í undanúrslitum deildarinnar, en samkvæmt nefndinni fær hann eins leiks bann og verður því ekki með liðinu í fjórða leik liðanna á Sauðárkróki á morgun.

Agamál 90/2022-2023

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Lisandro Rasio, leikmaður Njarðvíkur, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Njarðvíkur gegn Tindastól, sem fram fór þann 26 apríl 2023.

Fréttir
- Auglýsing -