spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaDæmt í máli Gkay Gaios Skordilis

Dæmt í máli Gkay Gaios Skordilis

Aga- og úrskurðarnefnd KKí hefur komist að niðurstöðu í máli leikmanns Grindavíkur Gkay Gaios Skordilis.

Gkay var rekinn útúr húsi í viðureign Grindavíkur gegn Njarðvík í 8 liða úrslitum Subway deildarinnar og fær hann að launum þriggja leikja bann. Mun leikmaðurinn því hefja næstu leiktíð sína á Íslandi í þriggja leikja banni.

Agamál 86/2022-2023

Með vísan til ákvæðis 3. ml. c-liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Gkay Gaios Skordilis, sæta þriggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Njarðvíkur og Grindavíkur, Subway-deild karla, sem fram fór þann 11. apríl 2023.

Fréttir
- Auglýsing -