Þeir Daði Lár og Tómas Þórður eru meiddir og munu missa af stórleiknum við Njarðvík í kvöld. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Stjörnunnar.
Í frétt Garðbæinga segir einnig:
Daði fékk högg á hnéð í vikunni. Hann hefur átt í vandræðum með þetta sama hné i haust en var óðum að komast í sitt besta form en þessi meiðsl eiga ekki að vera af sama toga og ætti hann ekki að þurfa að hvíla lengi.
Tómas er hins vegar handarbrotinn á hægri hendi og búinn að vera það síðan í byrjun október. Hann meiddist í úrslitaleik Lengubikarsins og var að koma í ljós eftir myndatöku að það sem átti að vera væg tognun reyndist vera brot. Ólíklegt er að hann verði leikfær fyrr en á nýju ári.
Mynd/ [email protected] – Tómas Þórður er handarbrotinn og verður líklega ekki leikfær fyrr en á nýja árinu.



