spot_img
HomeFréttirDaði Lár og félagar í Gaston Day sigruðu í gær

Daði Lár og félagar í Gaston Day sigruðu í gær

Stjörnumaðurinn Daði Lár Jónsson og félagar hans í Gaston Day School sigruðu í gær Asheville Christian skólann frekar öruggt 83-73. Daði var með 14 stig og 9 fráköst en spilaði lítið í seinni hálfleik þegar þjálfari Gaston Day lét bekkinn spila restina af leiknum, en þeir höfðu verið 20-30 stigum yfir allan leikinn.
 
Daði Lár hélt til náms í Gaston Day í haust en skólinn er sunnarlega í körfuboltafylkinu Norður-Karolínu í Bandaríkjunum. 
 
Fyrir áhugasama er heill leikur með Gaston Day gegn Mt. Zion fyrr í vetur hérna fyrir neðan. Okkar maður er þarna í bláum nr. 11.
 
Fréttir
- Auglýsing -